Dáð og Gummi Björgvins gerðu góða hluti á landsmóti þar sem þau enduðu í 20. sæti í B flokki gæðinga. Dáð sigraði B flokk á gæðingamóti Smára. Hún endaði síðan sumarið á Metamóti þar sem hún fór í A úrslit . Frábær árangur hjá 7 vetra hryssu.

View the embedded image gallery online at:
https://jadar.is/index.php/keppnishross#sigProId58af053e24

Ólafur Ásgreisson og Védis áttu mjög gott keppnistímabil árið 2014. Meðal annars voru þau í 12 sæti á landsmóti í tölti, höfðu einnig unnið sér þáttökurétt í B flokk með einkunina 8,52 en voru svo óheppin að missa skeifu í forkeppninni. Þau stóðu sig vel á íslandsmóti, lentu í 3ja sæti á Suðurlandsmóti í tölti og fóru yfir 8 í úrslitum og enduðu svo með  öðru sæti í B úrslitum á metamótinu í B flokki.

View the embedded image gallery online at:
https://jadar.is/index.php/keppnishross#sigProId4189a48bfa

Rjóð frá Jaðri varð efsta 5 vetra hryssan á síðsumarsýningunni á Hellu knapi á henni var Flosi Ólafsson einnig kepptu þau í A flokk í Gæðingamóti Smára í A úrslitum fékk hún til að mynda 8.80 fyrir tölt.

View the embedded image gallery online at:
https://jadar.is/index.php/keppnishross#sigProId0cd67c5e36