Velkomin á vef Jaðars. 

 Krissa og Aggi

Að hrossaræktinni á Jaðri í Hrunamannahreppi standa þau Agnar Róbertsson og Kristbjörg Kristinsdóttir.

Markviss hrossarækt hófst hjá okkur árið 2003. Við höfðum frá árinu 2000 verið að kaupa efnileg mertryppi og eftir að við fluttum að Jaðri árið 2001 bættust við 2 eldri stóðmerar. Hornsteinar í okkar ræktun eru Glóð frá Feti, Snælda frá Feti , Prúð frá Stóra hofi og Gyðja frá Gýgjarhóli en þær hafa allar gefið okkur 1. verðlauna hross.


Í lok árs 2003 keyptum við hestfolald frá Stóra Hofi sem við nefndum Stíganda og er hann í dag aðalstóðhestur búsins. Stígandi er undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Hnotu frá Stóra Hofi. Stígandi er sjálfur hátt dæmdur kynbótahestur með 8.10 fyrir byggingu og 8.72 fyrir hæfileika.

Ræktunarmarkmið okkar er að rækta stór lofthá alhliðageng hross með góð gangskil, vilja og gott geðslag.